Eftir morgunkaffið ákváðum við að reyna við Grindaskörðin í dag tókum okkur til og fórum í bakaríið á völlunum og keyptum okkur nesti, síðan var brunað upp á Bláfjallaveg og bílnum lagt á bílastæði rétt hjá slysavarnarskílinu, og ganga hafinn. Yfir leiðilegt hraun er að fara fyrsta spottann, síðan tók við snjóbreiða og settum við á okkur göngubrodda, frekar kalt var þrátt fyrir heiðann himinn, og smá snjófjúk á móti okkur niður brekkuna. Fórum ekki hefðbundna leið heldur héldum upp á tindinn hægra meginn við Kerlingarskarðið og upp á Þrí-bolla. Þar sem við snæddum nestið, síðan héldum við niður aftur og var snjórinn þá tekinn að bráðna og settist í hrúur undir broddana, svo ekki var hægt að nota þá meir á niðurleiðinni.

7.09 km.  og fórum við þetta á 2.51 bara rólegheit og nutum veðurblíðunnar.

IMG_0233 IMG_0234 IMG_0236 IMG_0245 IMG_0246 IMG_0247 IMG_0248 IMG_0251 IMG_0253 IMG_0254 IMG_0257 IMG_0261 IMG_0262

 

Related Posts

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *