Gangan með fjallafreyjum laugardaginn 9.maí er hringur um 8km á lengd. Gangan hófs við Hlégarð í Mos. og gengið inn Leirvogstungu að Köldukvísl síðan upp með ánni fram hjá Tungufoss og yfir eldri vesturlandsbrúna á ánni sem nú er ekki bílfær, klaki var á pollum á brúnni. Frá brúnni var gengið upp að Helgafelli og upp á fjallið. Gengum inn eftir fjallinu og síðan niður Stekkjardal og þar var sest niður í skjóli og drukkið nesti við tóftir húsa sem hafa verið (Stekkur). Áfram var síðan haldið niður hlíðina á veginn efst í Helgafellslandinu þar sem býlin voru og niður í Álafosskvosina og út á leiktækjaflötina (Stekkjarflöt) og var sest niður og teknar nokkrar teygjur, eftir teygjur var svo haldið niður í bíl. Þetta voru 8km og tók tæpa 3 tíma.
leiðin sem gengin var
Hópurinn 27 manns og reynt að halda 2 metra fjarlægð
Tungufoss
Gamla Vesturlandsbrúin yfir Kölduhvísl