Laugardaginn 16/05 2020 gengum við með Fjallafreyjum í Kaldárseli, við lögðum bílunum í Ólafslundi sem er á afleggjara merktum 1 I og hófum síðan gönguna frá Klifsholti eftir gömlu Selvogsgötunni að Helgadal gengum svo inn eftir dalnum og í leiðinni voru skoðaðir hellar og vatnsból, gengum að Búrfelli og meðfram því. Horfðum yfir kringlóttugjá þaðan var gengið meðfram Húsfellsbruna þar sem mátti sjá ýmsar kynjamyndir í hrauninu, gengið var að Víghól og þaðan í Valaból þar sem nesti var snætt. Eftir nestisstopp gengum við aftur niður í Helgadal og var þá farið að kólna þar sem norðanáttin var frekar köld. Úr Helgadal var gengið meðfram Klifsholtinu og Lambagjá Kaldárselsmeginn að stóra bílstæðinu við Kaldársel og þaðan í bílana. Gangan var 9,5km og tók um 3,5kl.
Rauðshellir
Vala að fræða okkur um gönguleiðina og heiti. Kringlóttagjá hér að neðan
Húsfellsbruninn
Snæfellsjökull séð frá ValabóliGengið meðfram Klifsholtinu og Lambafellsgjá í Kaldárseli