Gangan þennan laugardag 24/5 2020 gengum frá Ásvöllum hálfhring um Ástjörn upp á Grísaholt og þaðan upp á Ásfjall stoppuðum við vörðuna og dáðumst af útsýninu yfir fjörðinn og Snæfellsjökul sem blasti við. Síðan héldum við eftir Bláberjahæð yfir í Vatnshlíðina og fórum í Vatnshlíðarlund sem er í minningu Hjálmars Bárðarsonar og konu hans, og þarna borðuðum við nestið. Síðan var haldið til baka upp Vatnshlíðina og yfir í Skarðshlíð yfir Grísaholtið og kláruðum hinn hálfhringinn af Ástjörn í bílana. Veður var frábær sól og að mestu logn, hiti ca.14°. alls gengu 22 þennan dag.