Gangan með fjallafreyjum í dag var um Garðaholtið og um Fógetagötu í Gálgahrauni leiðsögumaður var Gitta og mættu 26 í gönguna. Lögðum bílunum við typp á gamla Álftanesveginum og gengum þaðan út á Garðaholt að útsýnisskífu héldum þaðan niður að Gálgahrauni og gengum Fógetagötu. Þessi gata var alfaraleið Álftnesinga áður en vagnfær vegur var lagður snemma á 20. öld. Þeir sem áttu erindi til Bessastaða kölluðu leiðina Fógetagötu á meðan fulltrúar konungs sátu staðin. Skemmtileg gönguleið sem mældist 8 km og tók 3 klst. Veður var sól og beljandi NA átt og var því gott að komast í skjól í stórri lautu í hrauninu í nestispásunni.