20 gengu í þessu líka fína veðri frá Gerði eftir Alfararleið að Kristrúnarborg, en skammt þar frá í djúpri lautu fengum við okkur nestið. Síðan var haldið eftir gamla Keflavíkurveginum og Suðurnesjaveginum sem er enn eldri að bílunum, en þessir vegir fléttast saman. Mjög margt bar fyrir augu í dag og gaman að sjá hvernig forfeður okkar nýttu náttúruna á ýmsa vegu. Gangan mældist rúmir 8 km og tók rúmar 3 klst. Gott veður var en þó nokkur vindur þegar við komum út á gamla Keflavíkurveginn þar sem opið er fyrir noðanáttinni.
þetta er vatnsbrunnur með fersku vatni úr Kaldá sem rennur undan hrauninu alla leið frá Kaldárseli.
þetta eru gamlar hleðslur af útihúsunum í Gerði
Þorbjarnastaðastekkur Margar glæsilegar vörður á þessari leið, hlaðnar af Guðmundi Sveinssyni frá Óttarstöðum
Vatnsbrunnur við Gvendarbrunnshæðarskjól og jarðarberjaplöntur og burknar í Gvendarbrunnshæðarskjóli
Smalaskálaker – húsgrindin er eftir Hrein Friðfinnsson og heitir Slunkaríki
Á brún SmalaskálakersBrúnir Smalaskálakers eru mikið sprungnar
svo var fundin laut til að maula á nesti
Á leið að Kristrúnarborg Kristrúnarborg, fallega hlaðin fjárborg af Kristrúnu Sveinsdóttur á Óttarstöðum
Smalaskáli Gamli Suðurstrandavegurinn
Brönugras Rauðimelur Garðhleðslur við Þorbjarnastaði