7,1km 1kt.36mín
Lögðum í hann eftir morgunsopann upp á Setbergsvöll þar sem krökt var af Lóum spígsporandi á golfvellinum. Heldum meðfram Fjárhúsholti út á Flóttamannaveg og upp á Hádegisholt og út á línuveginn milli Hádegisholts og Sandahlíðar. Héldum eftir línuveginum í átta að Heiðmörk og áðum við veginn inn að skátaskála Garðbæinga. Gengum síðan eftir vegslóða innan Urriðavallar og aftur út á Flóttamannaveg. Örkuðum eftir veginum að Oddsmýrarlæk og inn á veginn við Fjárhúsholt, miðja vegu gengum við upp á holtið eftir gönguslóða og út af honum fyrir neðan hús Eiríks Smiths, niður Klettabergið og niður á göngustíg sem liggur niður í Dofraberg.