22.3.2015
Hélt sem leið liggur upp á Setbergsvöll út á Flóttamannaveg, þaðan eftir reiðstígnum meðfram Oddsmýri yfir Oddsmýrarháls göngustíginn á bak við fjárhúsin hjá Óla löggu og þaðan upp á Kaldárselsveg og meðfram hesthúsunum og upp í Brekkuás, þaðan upp að Dalsás upp í Fjóluás eftir honum að göngustíg, fór upp göngustíginn upp að Þrastarás eftir honum og niður gamlan malarstíg út á Ásbraut. Gekk niður að hringtorginu við Káldárselsveg og þaðan eftir göngustígnum niður að Stekkjarbergi undir Macdonals brúna og meðfram Þver-læk yfir skólalóðina og heim.
5.23 km 1kt.13mín