Keyrðum upp í Kaldársel og gengum inn í Helgadal, þar fundum við merki no. 8 við vörðu. Héldum síðan áfram í átt að Kringlóttugjá sem liggur rétt neðan við Búrfell, blíðskapar veður sól og heiðskýr himinn og gengum um á stuttermabol að gjánni, þegar við höfðum verið smá stund í gjánni í leit að merki no. 11 þá kom þvílík hellidemba, og við alls ekki klædd samkv. því. Tókum strikið niður í bíl eins hratt og við mögulega gátu þessa 2,2 km sem voru þangað. Vorum heppin að ég var með handklæði í bílnum.
4,4 km. 2kt.20mín