Lögðum af stað frá D13 niður að Setbergsskóla, þaðan yfir Þverlæk að Hlíðartorgi upp Brekkuhlíð og út á Sörlatorg. Gengum á grasinu upp á göngustígin bak við Þrastarás og þaðan niður að Goðatorgi. Héldum síðan áfram niður að leikskólanum Stekkjarási þaðan eftir göngustígnum inn í skógræktina í Skuld og áfram eftir göngustígnum niður að Ástjörn, fórum síðan yfir skarðið sem liggur yfir á Vellina og beigðum síðan til vinstri upp á Ásfjallsöxl vestri og upp á Ásfjall (126), þaðan niður á Ásfjallsöxl eystri og niður í Skógarás. Héldum síðan niður göngustíginn fyrir ofan hesthúsin í Hlíðarþúfu og niður á Kaldárselveg. Gengum síðan út á Flóttamannaveginn inn á göngustíginn í Mosahlíðinni og niður að Þverlæk og gengum meðfram honum að Setbergsskóla og heim.
6,9 km 1kt 35 mín