Komum upp í Kaldársel um kl 10 í úrhellisrigningu, biðum aðeins í bílnum þar til að aðeins stytti upp. Gengum eftir Undirhlíðastígnum að kúadölum og þar upp á Undirhlíðarhæðina. Gengum síðan meðfram Gvendarhlíðarhæð og hraunjaðarsins upp að Helgafelli að vestanverðu og meðfram frjallinu að sunnanverðu og leituðum að gati í klettunum þar sem hægt er að komast upp á fjallið. Þar sem við vorum ekki sammála um hvar gatið væri hættum við við og gengum áfram meðfram Helgafellinu og upp í Valahnjúkaskarð gengum þar yfir Valahnjúka niður í Mygludal og þaðan í Valaból. Fórum í átt að Helgadal og skoðuðum hvort einhvað væri að berjum í hlíðinni sem þar er, sáum einstaka grænjaxla. Héldum síðan áfram eftir Helgadal og að bílnum.
8,38 km og 2 kt.
Húsfell og Víghóll og Mygludalur
Klettarnir við Valaból