Eftir að við höfðum fengið okkur aðeins í gogginn, tókum við einn Ikea hring fórum upp á Setbergsvöll og meðfram Urriðakotsvatni að Toyota í Kauptúni og skoðuðum úrvalið af 150 bílunum á stæðinu. Litum svo við í Ikea og Pétur bauð upp á ís með dýfu, settumst á bekk fyrir utan og sporðrendum ísnum. Héldum síðan heim í gegn um Setbergshverfið Kaplakrikameginn.