Stokkhólmur 17/9 – 20/9 2015

Fórum með flugi kl. 07/35 þann 17 sept. til Stockholms, með okkur í förinni voru Karólína og íris dóttir hennar, lentum rétt fyrir kl. eitt, og beið okkar leigubíll sem ók okkur að Scandik Forest hótelinu í Lindigö, þar sem við gistum fyrstu nóttina okkar í Svíþjóð. Það rigndi þegar við komum en síðan létti til og var hið besta veður það sem eftir var dags. Fórum í miðbæinn og skoðuðum okkur um og versluðum aðeins :-). Ákváðum að borða á hótelinu um kvöldið og vorum eiginlega fegin því það fór að rigna og rigndi það sem eftir var kvölds.

Related Posts

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *