Fórum með flugi kl. 07/35 þann 17 sept. til Stockholms, með okkur í förinni voru Karólína og íris dóttir hennar, lentum rétt fyrir kl. eitt, og beið okkar leigubíll sem ók okkur að Scandik Forest hótelinu í Lindigö, þar sem við gistum fyrstu nóttina okkar í Svíþjóð. Það rigndi þegar við komum en síðan létti til og var hið besta veður það sem eftir var dags. Fórum í miðbæinn og skoðuðum okkur um og versluðum aðeins :-). Ákváðum að borða á hótelinu um kvöldið og vorum eiginlega fegin því það fór að rigna og rigndi það sem eftir var kvölds.