Höfðaskógur Hvaleyrarvatn 8 nóv. 2015

Fórum eftir morgunkaffið upp að Hvaleyrarvatni og lögðum bílnum við víkina sem er neðan við brekkuna að vatninu. Byrjuðum gönugna á að fara upp stíginn sem er neðst við brekkuna upp í Húshöfða og gengum við upp að svæði skógræktarinnar og þaðan upp á háhöfðann  sáum það þrjá lundi þar sem ljóð eftir J.G.R. voru á koparplötum sem höfðu verið festar á steina sem voru í þessum lundum. Héldum síðan út á veginn að Skátalundi og eftir slóða upp á Selhöfða. Þaðan gengum við gegnum skóginn niður að vatninu út að bílastæðin vestan meginn við vatnið og síðan að bílnum. Milt veður var og smá rigningarúði, hiti um 5°.

3.1 km  og 51 mín

Höfðaskógur-Hvaleyrarvatn

Related Posts

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *