Gekk heim úr vinnunni í dag, veður var milt en rigning alla leiðina, gekk út í Nauthólsvík meðfram vognum að N1, þaðan hélt ég eftir Sæbólsbrautinni upp á Nýbýlaveg upp á Ásbraut. Hélt síðan eftir göngustígnum undir Digranesveg meðfram Kópavoginum og inn í Arnarnesið. Fór um undirgöngin undir Hafnar- fjarðarveginn inn í Silfurtúnið eftir göngustígnum við Arnarneslækin og upp að Hagkaup, um undirgöngin að Flatarskóla eftir grasbala kallaður Gjáarréttar- stígur meðfram Hagakotslæk og þaðan á nýlegan göngustíg í gegn um hraunið út í iðnaðarhverfið þar áfram eftir Austurhrauni að Góu. Fór síðan yfir Reykjanesbrautina á ljósunum hjá Kaplakrika og inn í Setbergið, eftir Stuðlabergi og Þórsbergi niður Glitberg, Fagrabergið út á Álfaberg og heim.
11,3 km 2kt12mín