Skruppum út í göngu um Áslandshverfið meðan plokkfiskurinn hitnaði við vægan hita í ofninum. Gengum að heiman yfir Þverlæk að Hlíðartorgi þaðan upp Brekkuhlíð og eftir göngustígnum fyrir ofan Efstuhlíð. Fórum síðan yfir Sörlatorg og upp Ásbrautina og þaðan upp á göngustíginn sem liggur meðfram brúninni á Mosahlíðinni út að Ásfjallsöxl eystri. Gengum síðan niður göngustíginn á Skógarás, Brekkuás og þaðan niður í Dalsás. Úr Dalsásnum aftur niður á Sörlatorg eftir Kaldárselsveg að Öldutorgi niður gamla Keflavíkurveginn, þaðan gegn um undirgöngin að Stekkjarbergi fram hjá íþróttahúsi Setbergsskóla og heim.
5.1 km 1kt6mín