Byrjuðum gönguna heima fórum upp á Setbergsvöll eftir Fjárhúsholtinu og út að Oddsmýrarlæk og síðan upp Flóðahjallatá og upp á Hádegisholt. Gengum síðan eftir holtinu út að Klifinu og niður á línuveg. Héldum eftir línuveginum niður að skógrægtinni í Gráhelluhrauni og inn á göngustíg í skógræktinni eftir honum út að Sörla yfir Kaldárselsveg og upp afleggjarann að Hvaleyrarvatni. Héldum síðan eftir afleggjaranum að minnismerkinu um Hjálmar Bárðarson og konu hans. Héldum þaðan áfram eftir Vatnshlíðinni fyrir ofan trjálund Hjálmars Ásland og út á línuveg meðfram Mógrafarhæð að Skógarás efstu götu í Áslandshverfinu eftir henni að göngustígnum við Brekkuás og út á göngustíginn á Ásfjallsöxli eystir og niður eftir Mosahlíðinni. Fórum yfir Kaldárselsveg við Sörlatorg og niður göngustíginn meðfram Efstuhlíð og Brekkuhlíð að Stekkjar- bergi undir brúnna hjá Þverlæk meðfram íþróttahúsi Setbergsskóla og heim.
9,6 km 2 kt. 25mín