Eftir morgunkaffi keyrðum við upp í Kaldársel og hófum fyrstu gönguna á Helgarfellið þetta árið. Fjöldi fólks var á bílastæðinu og voru það gamlir 52 fjalla farar, sem voru þar á ferð, ferðin upp gekk vel, Pétur með smá verk og þróttleysi en annars var ferðin góð. Veður var með besta móti sól að koma upp og mjög lítill vindur, frábært gönguveður.
5,90 km 1 klst. og 26 mín