Þegar Pétur kom heim úr vinnu í dag, fórum við hinn svokallaða hjartahring. Upp á Setbergsvöll og þaðan út á Flóttamannaveg og eftir honum upp á Kaldárselsveg og upp í Dalsás. Héldum út á gamla Keflavíkurveginn og prufuðum að ganga eftir nýmalbikuðum stígum í nýja kirkjugarðinum sem er verið að gera þarna. Síðan fórum við undirgöngin á Reykjanesbrautinni og inn í hverfið heima meðfram íþróttahúsinu og heim.

hjartahringur-6,8

 

Related Posts

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *