Pétur fór með bílinn í smurningu í dag og tók það 2 1/2 tíma, fengum okkur smá kaffisopa og höfðum okkur til í göngu hringin í kringum Hvaleyrarvatn. Lögðum bílnum við vestur enda vatnsins og gengum eftir veginum að Stórhöfða, síðan gengum við göngustíginn í Seldal og það upp á veginn aftur, héldum áfram í átt að veginum meðfram Kjóadal og gengum niður að Skátalundi og þaðan niður að vantninu tókum síðan stærri hringinn eftir stígnum norðan megin við vatnið og þaðan í bílinn.

4,2 km og 0,57 mín

hvaleyrarvatn-29-des-2015

DSC00964

 

Horft eftir veginum í átt að Selhöfða

DSC00965

 

Horft eftir veginum í átt að Ásfjalli

DSC00966

 

Horft niður að Skátalundi út á vatnið

DSC00967

 

Skátalundur við Hvaleyrarvatn

Related Posts

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *