Fórum í göngu við Hvaleyrarvatn í morgun, lögðum bílnum á bílastæðið við vesturenda vatnsins og gengum eftir veginum að Stórhöfða, gengum upp á höfðan og niður að austanverðu þaðan eftir gamla Kaldárselsvegi og síðan eftir veginum meðfram Kjóadal í átt að vatninu. Þegar við komum að afleggjaranum niður að Skátaskálanum, beigðum við inn á göngustíg upp á Húshöfða og eftir göngustígum á höfðanum upp að kofa skógræktarinnar og áfram út á Hvaleyrar vatnsveg og síðan niður að vatninu. Í stað þess að ganga eftir göngustígnum norðan megin við vatnið fórum við út á ísilagt vatnið og gengum eftir því út að bíl. þetta voru 5,70 km og tók 1 klst. og 15 mín. Veður var heiðskírt og smá vindur úr austri frjábært gönguveður.