Þegar stitt hafði upp í morgun klæddum við okkur í regngallann og keyrðum upp að Hvaleyrarvatni, lögðum bílnum á bílastæðinu við vesturenda vatnsins og settum á okkur broddana og lögðum af stað upp á Stórhöfða. Mikill klaki var á veginum upp á höfðan, en þegar komið var að stígnum upp á höfðann þá var þvílík drulla í göngustígnum, og sjaldan hefur maður verið ánægður að það er lúbína meðfram stígnum og niður hann að austanverðu eins og núna.
þetta voru 4,8 km og tók 1kt. og 20 mín.