Morgunganga á holtið með Fjallafreyjum

Eftir morgunkaffi, gekk ég niður að Kænu og hitti freyjurnar í sinni vikulegu laugardagsgöngu, gengið var upp í Skipalón og þaðan í gamla hverfið á holtinu sem var gengið um þvers og kruss og hlustuðum á fróðleik um hverjir hefðu átt heima hvar hér í gamla daga þegar fólk átti heima á holtinu, komum við hjá Suðurbæjarlauginni og skoðuðum nýju líkamsræktatækin sem búið er að koma fyrir á túninu við laugina, síðan var haldið niður að Kænu og kaffi og rúmstykki snædd og rabbað um hitt og þetta.

6.81 km  og rúmur 1 kt.holtarölt-með-fjallafreyjum

 

Related Posts

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *