Morgunganga með Fjallafreyjum


Pétur fór á tálgunarnámskeið upp í Kjós, og ég kíkti niður í Kænu og fór í morgungöngu með Fjallafreyjum. Gengið  var frá Kænunni og farið var meðfram stöndinni, í átt að Herjólfsgötu. Á norðurbakkanum hittum við nokkra pilta sem voru að steggja vin sinn, en hann var látinn stökkva út í sjó og sinda smá spöl, það er ekki öll vitleysan eins. Gengum út að húsunum þar sem Bidda og Almar eiga heima og snerum þar við. Þegar við komum til baka að Kænunni beið okkar kaffi og rúmstykki sem við höfðum pantað áður en við lögðum af stað í gönguna. Í Kænunni var setið við tvö langborð og þar spjallað um daginn og veginn. Gekk síðan heim kom við á Ölduslóðinni og fór síðan niður Bárukinnina og heim.

9,5 km   rúmir 2 kl.

10.10-fjallafreyjur

Related Posts

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *