3. sept. laugardagur.
Flogið frá KEF flug FI520 kl. 07:25 og lent í Frankfurt kl. 12:50 Rúta beið okkar og ók okkur til Cochem (ca 1 1/2 klst) þar sem við gistum næstu 7 nætur. Cochem er ein af fallegustu bæjunum við án Mosel. Íbúar eru um 5500. Falleg bindingshús eru í gamla bænum, þar er einnig ráðhúsið þeirra sem er frá 18. öld. Við gistum í Moselromantikhotel Panorama sem er rétt utan við miðbæinn. Komun til Cochem rúmlega þrjú í sól og 32° hita, þá var byrjað að innrita okkur inn á hótelið. Við Pétur fengum frábært herbergi sem allt var með útskornum húsgögnum í svona Austurríkis stíll. Fórum síðan með Gunnu í smá göngutúr niður í miðbæ og fengum okkur bjór og hvítvín á ráðhústorginu. Örfkuðum síðan til baka upp á hótel og komum við í kaupfélaginu til að kaupa vatn og önnur drykkjarföng, náðum síðan upp á hótel rétt í tæka tíð til að þvi af okkur svitann og koma okkur í mat. Maturinn var ekki af lakara taginu, Tómatsúpa í forrétt (kröftug og góð) Pétur fékk sér svínsteik með sveppasósu og frönskum í aðalrétt, og ég fékk mér rostbeef með bernése(var frekar sinneps bernéssósa mjög góð), einnig var boðið upp á lax sem var víst mjög góður, að síðustu var boðið upp á mjög góður ís og ferska ávexti í desert. Eftir mat voru allir orðnir þreyttir eftir langan dag og fólk dreif sig í rúmið til að vera upplagt fyrir næsta dag.
4. sept. sunnudagur
Dagurinn hófst með frábærum morgunverð upp úr kl. 8. og síðan var lagt af stað upp að Reichsburg kalstala. Hafði okkur verið bent á að fara skógarstíg að kastalanum, en þegar við vorum kominn langleiðina upp þá hafði skriða fallið úr hlíðinni niður á gönguslóðann svo við þurftum að snúa við. Gengum til baka og fundum aðra leið upp að kastalanum sem við höfðum séð deginum áður á rölti okkar niður í gamla bæinn, og var hann greiðfær. Fengum frábæra leiðsögn um 8 af 56 herbergjum kastalanns. Eftir kastalaskoðunina gengum við niður í gamla bæinn og fékk ég frábærann göngupoka í sportvöruverlun þar, á 1/2 virði miðað við verð hér heima á Íslandi. Um kl. fjögur fórum við í siglingu upp Mósel og tók sú ferð um það bil eina kl. stund. Eftir siglinguna héldum við heim á leið í sturtu og síðan í góðan kvöldverð sem var í þetta sinn Bollion súpa, Gordon blue sem Pétur fékk sér ég fékk mér lambasteik allt mjög gott, einnig var á boðstólnum heilsteiktur silungur beinlaus (ótrúlegt enn satt) og var hann víst mjög góður, og að lokum ostakaka í desert.
5. september mánudagur
Fórum í góðan morgunverð og smurðum okkur nesti fyrir gönguna, gengum síðan upp með ánni Mósel að Bænum Beilstein sem er lítill og fallefur bær við ánna. Þetta voru um 10 km leið. Skoðuðum kastalarústir og settums niður á veitingahúsið í sem er þarna í kastalarústunum þar sem teigað var bæði hvítvín og bjór. Sigldum síðan til baka með ferju til Cochem. Á leiðinni þurftum við að fara í gegn um skipastiga á leiðinni. Heima á hóteli skelltum við okkur í sturtu og höfðum okkur til fyrir kvöldverðinn.