Eftir morgunkaffi gengum við upp á Setbergsvöll meðfram Fjárhúsholtinu út á Flóttamannaveg meðfram Oddsmýri og yfir Oddsmýrarháls þaðan yfir Lækjarbotnalæk, síðan eftir reiðstígnum fyrir aftan fjárhúsin og þaðan upp á Kaldárselsveg upp með hesthúsunum og þaðan upp á göngustíginn neðan við Furuás. Héldum eftir göngustígnum upp á Ásfjallsöxl eystri, þaðan út á göngustíginn sem liggur niður að Ástjörn. Héldum áfram út að Ásbraut og í undirgöngin að brúnni yfir Reykjanesbrautina. Gengum í gegn um kirkjugarðinn og út á Kaldárselsveg niður að Öldutorgi og áfram niður gamla Keflavíkurveginn. Fórum í undirgönginn undir Reykjanesbrautina að Stekkjarbergi undir Macdonnalds brúna hjá Þverlæk yfir skólalóðina og heim.
6.7km 1kt.35mín