Skírdagur 2 apríl 2015 gengum sem leið lá upp á Setbergsvöll. Úti var stinning-skaldi. skafið hafði í gamla veginn hjá Hólsbergi.
Héldum síðan eftir Holtabergi og Fjárhúsholti út á Flóttamannaveg og það upp hjá Oddsmýrarlæk upp Flóðahjallatá og upp á Hádegisholt, gengum síðan eftir holtinu út að Klifinu og þaðan niður á línuveg. Er við höfðum gengið smá spöl eftir línuveginum, sáum við slóða í Svínholti og gengum efitr honum aftur út á Flóttamannaveg. Héldum síðan meðfram lækinum í Stekkjarhrauni að Setbergsskóla og heim.
5,29 km 1kt.40mín 954 kcal.