Stórhöfði Langholt Hvaleyrarvatn

 

Ganga þessa laugardags var frá bílastæðinu við Hvaleyrarvatn vestanvert, gengum eftir gamla Kaldárselsveg  meðfram Selhöfða og eftir gömlum slóða upp á Stórhöfða norðvestanvert, síðan niður af höfðanum austanmeginn niður að Stórhöfðahrauni. Gengum síðan upp gamlan vegaslóða aftur upp á gamla Kaldárselsveg og gengum í átt að veginum fyrir ofan Kjóadal, rákumst þá á slóða sem lá upp á Langholt og lék okkur forvitni á að sjá hvert sá stígur mundi leiða okkur. Enduðum á nýjum göngustíg sem leiddi okkur niður að Hvaleyrarvatni og þaðan út á bílastæði. Þó við höfum gengið um þetta svæði í mörg ár erum við alltaf að finna þarna nýjar gönguleiðir. Hvaleyrarvatn var óvenjulega vatnsmikið flæddi yfir göngustíga rétt við bílastæði og útivistarborð nærri komin á kaf í vatnið. Hiti var um 8° nokkur vindur, en ágætis gönguveður.

4.5 km  1kt.3mín

 

stórhöfði-langholt-hvaleyrarvatn

 

 

 

 

 

 

Related Posts

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *