Laugardaginn 16 jan fórum við í göngu með fjallafreyrjum um 12 manns voru í göngunni. Hittumst við Kænuna kl 10 og gengum sem leið lá fyrir neðan Íshúsið og einnig fyrir neðan gamla Drafnarslippinn síðan eftir göngustígnum við Strandgötuna og Fjarðagötuna og síðan eftir Norðurbakkanum út að sundlaug og áfram út að Langeyri, snérum við og héldum aftur að Kænunni. Rákums á Önnu Báru  á leiðinni hún var að skokka með Hlaupahóp Hauka.  Settumst niður og fengum okkur kaffi og rúmstykki þegar við komum til baka í Kænuna og spjölluðum aðeins saman áður en haldið var heim.

Gangan var 4,2 km og tók um 1 kl.st.

kænan-langeyri

Related Posts

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *