Pétur fór á tálgunarnámskeið upp í Kjós, námskeiðið stóð yfir frá kl. 10 til tæplega 4. Námskeiðið var haldið á heimili leiðbeinandans skammt frá Laxá í Kjós. Lærðu að þekkja trjágreinar sem gott væri að tálga úr, og ýmislegt hagnýtt varðandi tálgun í tré. Boðið var upp á grænmetissúpu þar sem uppistaða í súpunni var öll úr heimaræktun húsbændanna, einnig var kveiktur eldur á hlóðum og grillað brauð. Veður var með afbrigðum gott.