Þegar Pétur kom heim úr vinnu þá klæddumst við göngufötum og héldum af stað upp á Setbergsvöll og eftir Fjárhúsholtinu út að Oddsmýrarlæk. Þaðan gengum við eftir Flóttamannaveginum að Dýjakrókum, síðan eftir göngustígnum framhjá Dýjamýri og Ferginsflöt og út að Vesturmýri. Gengum fram hjá Toyota og að Ikea, fórum þar inn í kaffiteríuna og snæddum kvöldverð, Grísasnitsel með grænum baunum rauðkáli og kartöflum vantaði sultu og hefði mátt vera aðeins heitara. Eftir að hafa snætt litum við aðeins niður og héldum svo út og í áttina heim. Þegar við komum að Stóra-Króki styttum við okkur leið yfir Kaplakrikalæk, upp á Setbergshamar. Þangað höfðum við aldei komið áður, þá var farið að blása all hressilega og snjóa, svo við höskuðum okkur heim .
4.8 km 1kt.3mín á göngu