Eftir morgunkaffi, ókum við upp að Vífilstaðavatni, og gengum hálfa leið kring um vatnið, fórum svo upp grunnuvatnsstíg upp á línuveginn sem liggur að Grunnuvötnum. Héldum síðan upp á Selholt að Einarsnefi og gengum eftir göngustígnum fyrir ofan skóginn sem er vestan verðu í Vífilstaðahlíð að útsýnispallinum sem þar er. Gengum síðan inn á miðja Vífilstaðahlíðina og eftir henni að Gunnhildi og þaðan niður að vatninu og í bílinn. Veður var með afbrigðum gott smá úði við og við, og ekki fór að rigna fyrr en við gengum eftir hlíðinn og niður í bíl. 7,2 km.