Gagnan þennan laugardag. Mættum við Vífilsstaðavatnið, gengum upp að vörðunni Gunnhildi og þaðan hluta af gönguleiðinni “sólahringsurinn” sem er uppi á Vífilstaðahlíðinni út að línuveginum rétt hjá Grunnuvötnum. Skoðuðum byggingu Vífilsbúðar sem er útilífsmiðstöð skáta í Garðabæ við Grunnavatn syðra. Nesti var síðan snætt í lundi kvæðamannafélagsins Iðunnar við Grunnavatn nyðra. Svo óheppilega vildi til að akkúrat þá fór að rigna, svo nestistíminn var í styttra lagi en um leið og við stóðum upp þá stytti upp og var þetta eina úrkoman í annars fínasta veðri. Stöldruðum við við Vífilsstaðavatnið og horfðum á dans Flórgoða, en þar var á annan tug þeirra og hafði ekkert okkar áður séð svona marga saman komna. Einnig voru nokkrir Óðinshanar á vatninu. Gangan tók 2.45klst. og og var um 8,5km, 20 voru í göngunni.